Fréttir og tilkynningar

  1. Vísir fjallar um skýrslu Pure North fyrir sveitarfélögin

    Í tengslum við skýrslu sem Pure North gerði fyrir Samband Íslenskra Sveitarfélaga gerði atvinnulífið á Vísi umfjöllun um málið.

    "Fyrir rúmu ári síðan samþykkti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að hrinda af stað verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Enda ekkert launungarmál að kostnaður við sorphirðu hefur aukist verulega.

    Lesa nánar
  2. Umfjöllun í Bændablaðinu

    Á dögunum var góð umfjöllun í Bændablaðinu um endurvinnslu á plasti og þá þar helst heyrúlluplasti því enn er verið að senda 24% af því erlendis til endurvinnslu, sem við gætum vel endurunnið í Hveragerði. Hér er brot úr greininni:

    „Íslenska endurvinnslufyrirtækið Pure North í Hveragerði, stofnað árið 2016, endurvinnur í dag megnið af því heyrúlluplasti sem til fellur á Íslandi eða upp undir 2.000 tonn á ári. Er það eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Börkur Smári Kristinsson er nýsköpunar- og þróunarstjóri Pure North. Hann segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar í frágangi og meðhöndlun á heyrúlluplasti frá því að fyrirtækið hóf starfsemi. „Við erum að sjá mikinn mun á viðhorfi til flokkunar og endurvinnslu og þar hafa bændur tekið stór skref í að bæta umgengni og meðhöndlun á heyrúlluplasti eftir að hægt var að endurvinna plastið á Íslandi.“ Hann telur þó að hægt sé að gera enn betur þar sem stjórnvöld hafi sett fram skýra sýn um að efla skuli innlenda endurvinnslu. „Þetta er stöðug vegferð sem við erum í. Hvort sem um er að ræða heyrúlluplast eða aðra strauma af efnum sem falla til í samfélagi okkar. Við erum á fleygiferð inn í hringrásarhagkerfi og stór hluti af því er að geta endurnýtt og endurunnið efni sem falla til í okkar daglega lífi. Hvatinn til að sækja þessi efni, meðhöndla þau, flokka og skila til endurvinnslu er mjög stór þáttur í að þetta geti gengið upp,“ segir Börkur og tekur fram að flutningsjöfnun sé óhemju mikilvæg.

    Lesa nánar
  3. Jarðvegsbætir í Krónunni

    Við erum glöð að kynna Krónumoltu, mjög áhrifaríkan jarðvegsbæti sem nú fæst í Krónunni. Eftir marga mánuði af ítarlegum prófunum er þessi næringarríka, náttúrulega vara tilbúin til að bæta garðrækt þína og landbúnað. Krónumolta eykur jarðvegsgæði, eykur uppskeru og styður við virkni gagnlegra örvera, sem gerir það tilvalið til notkunar bæði inni og úti. Lestu meira

    Lesa nánar
  4. Fimm sveitarfélög taka þátt í verkefni um úrgangsstjórnun

    Sveitarfélögin Garðabær, Ísafjörður, Rangárþing eystra, Skagafjörður og Suðurnesjabær hafa verið valin til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga í úrgangsstjórnun.

    Verkefnið er í tveimur áföngum og ráðgert er að hefja verkefnið í janúar 2024. Samband íslenskra sveitarfélaga leiðir verkefnið með aðstoð ráðgjafa en Pure North mun framkvæma stóran hluta verkefnisins sem snýr m.a. að heildstæðri greiningu á skilvirkni, kostnaði og tekjum og gagnsæi í úrgangsstjórnun.

    Lesa nánar
  5. Plasteiningar

    Pure North kynnir með stolti þáttöku sína í verkefni stofnað af Verra sem heitir Plastic Program eða Plast Verkefnið. Verra sér um að votta starfsemi og metur hvort aðgerðir í loftslagsmálum og sjálfbærri þróun standist ákveðna staðla. Þau vinna með stjórnvöldum, fyrirtækjum og samfélaginu til þess að hjálpa til við að skapa alþjóðlegar breytingar til þess að stuðla að sjálfbærri framtíð. Plast Verkefnið hefur stranga staðla sem Pure North er að vinna hart að því að uppfylla til þess að öðlast rétt á því að gefa út svokölluð Plastic Credits eða Plasteiningar.

    Lesa nánar
  6. Pure North & Malbikstöðin

    Malbikstöðin ehf og Pure North fóru nýlega í samstarf um að búa til malbik með fjölliðum úr plasti. Þá er endurunnið plast notað í malbik í stað hluta biksins.

    Við settum saman þetta myndband til að kynna verkefnið.

    https://youtu.be/CguNqUuVm2Y

    Lesa nánar
  7. Pure North & 66 north í viðtali í hlaðvarpinu "Ekkert rusl"

    "Ekkert rusl" er mjög áhugavert og skemmtilegt hlaðvarp sem fjallar um endurvinnslu, neysluhyggju og öðrum neytendatengdum málum.

    Nýlega mættu Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North og Kristín Guðjónsdóttir, í viðskiptaþróun hjá 66° norður í viðtal í þættinum.

    Lesa nánar
  8. Reiknaðu út hvað þú færð greitt fyrir að koma með heyrúlluplast til Pure North í Hveragerði

    Við höfum nú tekið annað skref í átt að gegnsæi og sýnileika. Nú getur þú einfaldlega reiknað út hvað þú getur fengið greitt fyrir þitt heyrúlluplast hjá Pure North í Hveragerði.

    Þar að auki getur þú einnig komið með annað filmuplast, ef hreinleikinn er til staðar, án þess að greiða fyrir það.

    Lesa nánar
  9. Mikilvægt skref í átt að meira gagnsæi í endurvinnslumálum

    Margir gera sér ekki grein fyrir því að Pure North er að framleiða gífurlegt magn af hrávöru sem notuð er bæði í innlendri framleiðslu hjá Set og einnig flutt erlendis til framleiðslu á vörum úr endurunnu plasti.

    Pure North hefur nú tekið mikilvægt skref í átt að því að opna sitt bókhald og styðja undir meira gagnsæi þegar það kemur að endurvinnslumálum með því að birta í rauntíma framleiðslutölur endurvinnslunnar.

    Lesa nánar
  10. Samstarf Löður og Pure North

    Nýlega var undirritaður samstarfssamningur milli Löðurs og Pure North um alhliða umhverfisráðgjöf. Löður er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í bílaþvotti og stefnir á að bjóða umhverfisvænasta bílaþvott sem völ er á í dag. Pure North mun aðstoða Löður í þessari vegferð og við hlökkum mikið til komandi samstarfs! 

    Lesa nánar
  11. Fáðu greitt fyrir að flokka hjá Pure North

    Kópavogur og Reykjanesbær hafa samþykkt að ganga til samninga við Pure North um uppsetningu grenndarstöðva í sveitarfélögunum tveimur þar sem tekið verður á móti endurvinnsluefnum frá heimilum.  Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur hlotið nafnið  „Fáðu greitt fyrir að flokka.“ Gert er ráð fyrir að allt að fimm móttökustöðvar verði reistar í september hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum og fleiri fylgi í kjölfarið en samningaviðræður standa yfir við fleiri sveitarfélög og fyrirtæki.

    Lesa nánar
  12. Pure North og röraframleiðandinn Set í samstarf

    Við í Pure North erum stolt af samstarfi okkar við röraframleiðandann Set.

    Pure North og Set hafa unnið saman í lengri tíma með það að leiðarljósi að búa til innlendar hringrásarlausnir sem skila sér í íslenskri framleiðsluvöru. Set nýtir í dag hráefni úr endurvinnslu Pure North í hluta úr sinni röraframleiðslu.

    Lesa nánar
  13. Heimsókn til Finnlands

    Dagana 29 og 30 mars fór Pure North með í opinbera heimsókn til Finnlands sem hluti af Viðskiptasendinefnd Íslands í telefni af 75 ára stjórnmálasambandi milli þjóðana.

    Heimsóknin til Finnlands var stýrt af Íslandsstofu og Utanríkisráðuneytinu og var Þórdís Kolbrún Utanríkisráðherra með í för. Viðskiptanefndin saman stóð af Pure North, HsOrka, Landsvirkjun, Carbon Recycling, Orka Náttúrunnar og Carbfix.

    Lesa nánar
  14. Arctic Business Journal skrifar um Pure North

    Artic Business Journal skrifar hér skemmtilega grein um endurvinnsluna okkar í Hveragerði.

    Lesa nánar
  15. Þrír nýir sérfræðingar til liðs við Pure North

    Við eflum nú ráðgjafadeild félagsins til muna ásamt því að leggja áherslu á nýjar hátæknilausnir sem munu nýtast neytendum, fyrirtækjum og opinberum aðilum í átt að bættri hringrás endurvinnanlegra hráefna hér á landi.

    Það eru þau Margret Einarsdottir sérfræðingur í úrgangsstjórnun, Arnór Heiðar Sigurðsson tæknistjóri og Karl Edvaldsson, sérfræðingur í umhverfismálum og innleiðingu hringrásarhagkerfis.

    Lesa nánar
  16. Pure North og norrænu sendiráðin í Bandaríkjunum

    Framkvæmdastjóri Pure North Recycling, Sigurður Halldórsson, var fulltrúi Íslands í málstofu á vegum norrænu sendiráðanna í Bandaríkjunum og The Ocean Foundation 13. október síðastliðinn um áskoranir í plastnotkun, endurvinnslu og förgun. Aðilar frá hinu opinbera og einkageiranum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Íslandi héldu erindi og tóku þátt í umræðum að loknum sínum erindum. Sjá nánar á facebook síðu íslenska sendiráðsins í Washington D.C. þar sem má nálgast upptöku af málstofunni.

    Lesa nánar
  17. Pure North hlýtur Vaxtarsprotann

    Pure North Recycling hefur verið valið Vaxtarsproti ársins 2019 úr hópi minni fyrirtækja. Viðurkenningin er veitt fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins, tók við viðurkenningunni í morgun af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Háskólans í Reykjavík, Samtaka sprotafyrirtækja og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.

    Lesa nánar
  18. Sigurður kemur í Bítið að ræða Pure North

    Sigurður Halldórsson ræddi við um Pure North í Bítuni í dag.

    Lesa nánar
  19. Anna­sam­ur dag­ur hjá Um­hverf­is­hetj­unni

    Frétt frá mbl.is:

    Sjá upprunalega frétt ásamt myndbandi

    Lesa nánar
  20. Stór hluti plasts í fjörum landsins íslenskt

    Vísbending er um að mikill hluti af því plasti sem finnst í fjörum landsins sé úrgangur sem orðið hefur til hér á landi. Þetta segir Sóley Bjarnadóttir, sérfræðingur frá Umhverfisstofnun. Úttektin byggir á árunum 2016 og 2017. Sóley vaktar sjálf fjörurnar á Seltjarnarnesi.

    Lesa nánar