Vísir fjallar um skýrslu Pure North fyrir sveitarfélögin

Vísir fjallar um skýrslu Pure North fyrir sveitarfélögin

30. okt. 2024

Í tengslum við skýrslu sem Pure North gerði fyrir Samband Íslenskra Sveitarfélaga gerði atvinnulífið á Vísi umfjöllun um málið.

"Fyrir rúmu ári síðan samþykkti stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að hrinda af stað verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga vegna meðhöndlunar úrgangs. Enda ekkert launungarmál að kostnaður við sorphirðu hefur aukist verulega.

Markmið verkefnisins var að ná betri yfirsýn yfir stöðu og þróun sveitarfélaga síðustu árin. Pure North Recycle fór fyrir hluta af verkefninu, sem fól í sér að greina sorphirðu fimm sveitarfélaga tímabilið 2022-2023 með úrgangshugbúnaðinum sínum ÚLLA.

Þar mælist þó munurinn nokkuð mikill eða 136% á milli sveitarfélagsins með hæsta kostnaðinn á hvern íbúa, fyrir hirðu við heimili, í samanburði við sveitarfélagið sem greiðir lægsta kostnaðinn.

Í krónum og aurum þýðir þetta að af þessum fimm sveitarfélögum, er kostnaður á hvern íbúa fyrir sorphirðu 939 krónur á mánuði þar sem hann er lægstur, en 2.220 krónur á hvern íbúa hjá því sveitarfélagi þar sem hann er hæstur.


LESTU GREININA Í HEILD SINNI HÉR: