Reiknivél
Reiknaðu út hvað þú getur fengið greitt fyrir heyrúlluplast hjá Pure North
Hér geturðu fyllt inn í eyðublaðið til að fá útreikning á hve mikið þú getur fengið greitt fyrir þitt hráefni
Spurt og svarað
Á hverju byggir útreikningurinn?
Útreikningurinn tekur mið af staðsetningu, tegund efnis og magns. Ef við erum að taka við efni til endurvinnslu frá fjarlægari byggðum þá er flutningsjöfnun frá úrvinnslusjóði sem spilar inn í. Við greiðum 10-15 kr/kg fyrir heyrúlluplast, því við vitum nákvæmlega úr hverju það er gert og erum með ferla til að vinna það sérstaklega.
Hvernig á frágangur efnisins að vera?
Við tökum eingöngu við plasti sem er hreint og baggað. Það má vera í fiskikari eða á bretti, en aðal málið er að það sé hreint og baggað.
Af hverju fæ ég greitt hjá ykkur, en ef ég skila efninu inn til Sorpu eða sveitarfélags þá þarf ég almennt að greiða?
Virk samkeppni. Endurvinnsluhráefni eru verðmæti og hingað til hafa bændur, framleiðendur og aðrir neytendur ekki notið góðs af því hér á landi.
Ég fyllti út verðútreikninginn en fæ út 0 kr, af hverju?
Það er vegna þess að á þeim póstnúmerum þar sem ekki er flutningsjöfnun á, þar sem við vitum ekki um gæði hráefnisins, getum við ekki vitað hve verðmætt hráefnið er. En þess ber að geta að fyrir skil á samskonar efni til Sorpu/sveitarfélaga ertu almennt að greiða fyrir að skila.