
Fræðsla sem skapar verðmæti
Flokkun úrgangs er fyrsta skrefið í átt að hringrásarhagkerfi og hún byrjar hjá fólkinu. Með „Flokkum rétt“ býður Pure North upp á hagnýtt og gagnlegt námskeið sem eykur þekkingu á flokkun, dregur úr sóun og hjálpar fyrirtækjum og einstaklingum að nýta auðlindir á ábyrgan hátt.
Markmið námskeiðsins
Markmiðið er að auka skilning á því hvernig rétt flokkun hefur raunveruleg áhrif – bæði á umhverfið og reksturinn. Námskeiðið er sérsniðið að hverju fyrirtæki/stofnun/sveitarfélagi og þeirra áskorunum.
Þátttakendur læra að:
- Flokka úrgang rétt og forðast algeng mistök.
- Skilja ferlið frá flokkun til endurvinnslu og kostnaðinn í kringum úrgangsmál.
- Sjá hvernig úrgangur getur orðið að nýrri auðlind.
- Læra um úrgangsforvarnir og úrgangsmeðhöndlun
Fyrir hvern er námskeiðið?
„Flokkum rétt“ hentar öllum sem vilja bæta umhverfisvitund sína, sérstaklega:
- Starfsfólki fyrirtækja sem tekur þátt í daglegri flokkun.
- Yfirmönnum og umhverfisfulltrúum sem vilja efla sjálfbærnimenningu.
- Sveitarfélögum, skólum og stofnunum sem vilja kenna og innleiða góð vinnubrögð.
Praktísku atriðin
Námskeiðið er áhugavert, skemmtilegt og sameinar fræðslu og verklega þátttöku.
- Lengd: 60–90 mínútur
- Framkvæmd: Á staðnum eða í gegnum netið
- Leiðbeinandi: Sérfræðingur frá Pure North með mikla reynslu af úrgangsráðgjöf, flokkun, endurvinnslu og hringrásarlausnum
Hafðu samband við [email protected] til að vita meira