placeholder image

Úrgangslausnir fyrir sveitarfélög

Ef þitt sveitarfélag er með öll úrgangsmálin sín í topp standi, þá getum við ekki hjálpað þér.

En ef svo er ekki, þá skulum við tala saman!

Úrgangsmál eru einn stærsti útgjaldaliður sveitarfélaga í dag og kostnaðurinn fer hækkandi. Með réttri yfirsýn og stefnu er þó hægt að spara verulega fjármuni, bæta þjónustu og skapa verðmæti úr því sem áður var talið vandamál.

Úlli er hugbúnaður frá Pure North sem gefur sveitarfélögum heildstæða mynd af úrgangsstraumum. Kerfið greinir magn og kostnað, fylgist með þróun og sýnir í rauntíma hvar tækifærin liggja til að spara og nýta betur. Með Úlla fá sveitarfélög nákvæm svör við spurningum á borð við:

  • Hvað kostar úrgangurinn í raun?
  • Hvar liggja stærstu útgjöldin?
  • Hvaða leiðir eru til að draga úr kostnaði og kolefnisspori?

Við bjóðum einnig sérsniðna úrgangsráðgjöf, þar sem sérfræðingar Pure North vinna með sveitarfélögum að:

  • Stefnumótun og markmiðum í úrgangsmálum.
  • Útfærslu hagkvæmra lausna á ákveðnum úrgangsstraumum, fyrir söfnun, flokkun og endurnýtingu.
  • Áætlunum um að minnka kostnað og auka hringrásarhagkerfið.

Með sameiginlegu átaki og nýsköpun er hægt að umbreyta úrgangsmálum úr kostnaði í tækifæri, til hagsbóta fyrir sveitarfélög, íbúa og umhverfið.

Hafðu samband við [email protected] til að vita meira

placeholder image
placeholder image