Tryggjum að plast
verði aftur að plasti
Endurvinnslan
Pure North Recycling endurvinnur plast með gufuorku og raforku frá gufuaflsvirkjun með það að markmiði að fullvinnslan skilji eftir sig sem minnst eða ekkert kolefnisspor.
Í dag er Pure North Recycling eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Vinnsluaðferðin er einstök á heimsvísu þar sem jarðvarminn er nýttur í vinnsluna sem bæði gerir ferlið umhverfisvænna og rekstrarkostnaður er lægri.
Vandamál af mannavöldum
Plastmengun er alvarlegt umhverfisvandamál af mannavöldum sem fer sívaxandi. Mikilvægt að er hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerf og endurvinni sitt plast. Markmið endurvinnslunnar er að plast verði aftur að plasti og að fullvinnslan skilji eftir sig sem minnst eða ekkert kolefnisspor en engin kemísk efni eru notuð við vinnsluna.
Vinnsluaðferð Pure North Recycling er einstök á heimsvísu, umhverfisvæn og byggir á íslensku hugviti.
Plast sem mikilvægt hráefni
Plastmengun er farin að hafa áhrif á vistkerfið í heild og ekki síst vistkerfi hafsins. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í forgrunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Starfsemi Pure North fellur vel að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum sem og aðgerðaráætlun í málefnum plasts. Plast á að verða aftur plast og fyrir hvert tonn sem endurunnið er að plasti sparast 1,8 tonn af olíu.
Í lífferlisgreiningu sem unnin var fyrir Pure North Recycling er gerður samanburður á vinnsluaðferðum Pure North Recycling við endurvinnslu annars staðar í Evrópu og í Asíu. Í þeim niðurstöðum kemur fram að lægstu umhverfisáhrifin eru á enduvinnslu Pure North Recycling á Íslandi. Umhverfisáhrifin eru lægst í 13 af 14 áhrifaflokkum sem mæld eru er kemur að umhverfisáhrifum. Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur orðið koltvíoxíðssparnaður af vinnslu Pure North Recycling upp á 1.52 tonn CO2 eq á hvert tonn af plasti.
Fyrirtækið var stofnað árið 2016 og endurvinnur megnið af því heyrúlluplasti sem tilfellur á Íslandi eða um 2000 tonn á ári. Pure North Recycling er að taka sín fyrstu skref í endurvinnslu á harðplasti og stefnir að því að endurvinna að auki umbúðaplast en 95% af óendurunnu umbúðarplasti er flutt úr landi. Það er því til mikils að vinna en áætlað er að fyrir hvert tonn sem endurunnið er af plasti sparist um 10 tonn af olíu.