Um Pure North
Við endurvinnum plast með umhverfisvænum orkugjöfum
& greinum úrgangsmál fyrirtækja með einstökum hugbúnaði
Pure North er ört vaxandi fyrirtæki sem starfar á sviðið umhverfismála. Við rekum einu plastendurvinnslu landsins ásamt því að vera með starfandi ráðgjafateymi í úrgangsmálum og hugbúnaðarþróun á sviði úrgangsmála hér á landi og í Noregi.
Með hugbúnaðinum Úlla gefur Pure North fyrirtækjum, stofnunum og sveitafélögum innsýn inn í úrgangsmálin sín og hvernig hægt er að bæta flokkun og lækka kostnað. Sjálfbærniráðgjafar okkar hjálpa þá fyrirtækjum að sjá tækifæri að hringrás og hvernig þau geta breytt sínu rusli í auðlind.
Vissir þú að það þarf að meðaltali 10 tonn af olíu til að framleiða 1 tonn af plasti?
Pure North rekur einnig plastendurvinnslu í Hveragerði og er eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Í endurvinnslunni er plastúrgangur settur í ferli þar sem hann er tættur niður, þveginn, þurrkaður og í flestum tilfellum endurbræddur í plastperlur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi og erlendis. Einnig er Pure North að hefja endavöruframleiðslu á endurunnu plasti sem mun líta dagsins ljós von bráðar.
Fyrirtækið er stofnað 2015 og endurvinnur í dag megnið af því heyrúlluplasti sem tilfellur á Íslandi og umbúðarplas samtals um 2000 tonn á ári og afköstin aukast með ári hverju. Vegna nýtingu á jarðvarma í ferlinu og framleiðsluaðferðum er endurunna plastið okkar 82% umhverfisvænna en sambærilegt endurunnið plast í Evrópu.
Pure North ehf
Endurvinnsla
Sunnumörk 4
810 Hveragerði
Kt: 690415-1270
VSK númer: 120745 ( fyrirtækjaskrá )
PURE NORTH skrifstofur Íslandi
Gróska, Bjargargata 1
102. Reykjavik
PURE NORTH NORGE skrifstofur
Grunderloftet
Smedasundet 66
5528, Haugasund
Noregur
EPD (Environmental Product declaration) skýrsla
Gerð hefur verið EPD skýrsla um framleiðslu og endurvinnslu Pure North, sem sýnir ma. umhverfisáhrif framleiðslunnar.
STJÓRNENDUR & RÁÐGJAFAR HJÁ PURE NORTH
Sigurður Halldórsson
Stofnandi og framkvæmdastjóri
Arnór Heiðar Sigurðsson

Ásta Kristín Guðmundsdóttir
Umhverfisráðgjafi
Börkur Smári Kristinsson

Dagný Berglind Gísladóttir
Verkefnastjóri sölu og markaðsmála
Edda Ríkharðsdóttir
Fjármál
Ewa Anna Dwornik

Margrét Rún Einarsdóttir
Managing director - Norway

Thelma Margrét Sigurðardóttir
Umhverfis- og úrgangsráðgjafi