Skilmálar fyrir frágang og móttöku hráefna
Frá fyrirtækjum, bændum og iðnaði
- Plast sem komið er með til Pure North þarf að vera aðgreint frá öðrum plast tegundum og án annara efna t.d. málmar eða almennt sorp.
- Plastið þarf einnig að vera aðgreint eftir vöruflokkum eins og hægt er t.d. plast rör úr HDPE efni skal ekki blanda saman með plast fötur úr HDPE efni. Halda þarf því rörum og fötum aðskildum þegar komið er með efnið til Pure North.
- Pure North áskilur rétt til að hafna móttöku á plasti sem komið er með í Hveragerði ef ekki er farið eftir því sem nefnt er um frágang
- Ef viðskiptavinur getur ekki gengið frá efni líkt og óskað er eftir í skilmálum Pure North þá geta viðskiptavinir óskað eftir aðstoð Pure North við að meðhöndla efni gegn gjaldi.
- Áður en komið er með plast til móttöku skal fylla út endurvinnslubeiðni hér á vefsíðunni.
- Þegar efni er skilað á staðnum skal hafa samband við starfsmann móttökustöðvar.
- Allur kostnaður við sérstaka meðhöndlun efna hjá Pure North sem kemur til vegna slæms frágangs efna frá viðskiptavini verður innheimtur sérstaklega til sendanda.
- Efni sem komið er með til Pure North bera með sér móttökugjald. Greitt er fyrir Heyrúlluplasti.