Umhverfisvænustu Brúsar í heimi!
Umhverfisvænasti Brúsi
í heimi!
- Sjálfbær nýsköpun
- Umhverfisvæn endurvinnsla
- Hringrásarhagkerfi
Tímamót í hringrás plastnotkunar á Íslandi
Pure North hefur slegið nýjan tón í sjálfbærri plastframleiðslu á Íslandi með framleiðslu fyrsta plastbrúsans úr endurunnu íslensku plasti. Með 82% lægra kolefnisspori er þetta stórt skref í átt að sjálfbærari framtíð.
Það sem gerir þetta að umhverfisvænasta brúsanum er einstök endurvinnsluaðferð okkar, þar sem jarðvarmi og umhverfisvænir orkugjafar koma í stað hefðbundinna orkukræfra lausna í hefðbundinni endurvinnslu. Við erum fyrsta plastendurvinnslan í Evrópu til að hljóta alþjóðlega EPD-vottun (Environmental Product Declaration) sem staðfestir lægra kolefnisspor fyrir endurunna plastefnið frá okkur.
Framleiðsla brúsans markar nýjan kafla í hringrásarhagkerfi Íslands, þar sem plastúrgangur líkt og heyrúlluplast fær nýtt hlutverk í stað þess að verða úrgangur eða útflutningsvara. Með þessari nýsköpun drögum við úr plastmengun, minnkum þörfina fyrir innflutt plast og nýtum íslenskar auðlindir á ábyrgari hátt.
„Við erum afar stolt af þessum áfanga. Þetta sýnir að hægt er að loka plast hringrásinni innanlands og skapa raunverulegan virðisauka úr því efni sem áður var talið úrgangur”
Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North


Hægt er að kaupa brúsann og taka þátt í þessu merka með því hafa samband við Pure North