ESB boðar að dregið verði úr kröfum

ESB boðar að dregið verði úr kröfum

28. feb. 2025

Evrópusambandið hefur boðað að dregið verði úr kröfum um umhverfisskýrslur fyrir fyrirtæki. Tillagan er að fyrirtæki með færri en 1.000 starfsmenn eða veltu undir 50 milljónum Evra þurfi ekki að gefa eins ítarlega skýrslu um umhverfi og sjálfbærni eins og áður var sett fram.


Upprunalegu kröfurnar um umhverfisskýrslur hafa verið kynntar í gegnum flokkunarreglugerð ESB og tilskipun um sjálfbærni skýrslugerða fyrirtækja (CSRD). Reglugerðir þessar hafa haft það að markmiði að tryggja gagnsæi um sjálfbærnistarf fyrirtækja en hafa einnig verið gagnrýndar fyrir að vera kostnaðarsamar og flóknar.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur nú til breytingar á kröfum um skýrslugjöf. Breytingarnar fela meðal annars í sér einföldun á skýrsluformi, minni kröfur um smáatriði og hægari innleiðingu reglugerða.

Fyrirhugaðar ívilnanir eru sagðar vera skref í átt til að létta byrði fyrirtækja í sjálfbærniskýrslugerð.

Fyrirhugaðar breytingar þurfa að hljóta samþykki bæði ESB-þingsins og ráðherraráðs ESB áður en þær geta tekið gildi.

Pure North telur að þetta geti haft mikil áhrif á sjálfbærni þróun hér innanlands. Nú er tækifæri til að endurskoða sjálfbærnistefnur og það verður áhugavert að fylgjast með framþróun hjá Evrópusambandinu.

LESTU FRÉTT UM MÁLIÐ HÉR