
Pure North og röraframleiðandinn Set í samstarf
Margrét Rún Einarsdóttir - 09. maí 2022
Við í Pure North erum stolt af samstarfi okkar við röraframleiðandann Set .
Pure North og Set hafa unnið saman í lengri tíma með það að leiðarljósi að búa til innlendar hringrásarlausnir sem skila sér í íslenskri framleiðsluvöru. Set nýtir í dag hráefni úr endurvinnslu Pure North í hluta úr sinni röraframleiðslu.
Set er nú einnig að hefja framleiðslu á fyrstu Pure North girðingastaurunum sem eru framleiddir úr innlendu hráefni frá viðskiptavinum Pure North. Þetta köllum við ekta íslenskt hringrásarhagkerfi.