placeholder image

Mikilvægt skref í átt að meira gagnsæi í endurvinnslumálum

Arnór Heiðar Sigurðsson - 16. júní 2022

Margir gera sér ekki grein fyrir því að Pure North er að framleiða gífurlegt magn af hrávöru sem notuð er bæði í innlendri framleiðslu hjá Set og einnig flutt erlendis til framleiðslu á vörum úr endurunnu plasti.

Pure North hefur nú tekið mikilvægt skref í átt að því að opna sitt bókhald og styðja undir meira gagnsæi þegar það kemur að endurvinnslumálum með því að birta í rauntíma framleiðslutölur endurvinnslunnar.

Eins og er má sjá framleiðslutölur dagsins ásamt samtölur síðustu 6 mánaða, en það er á stefnunni hjá okkur að gera enn betur með tímanum og birta enn ítarlegri tölur og er þetta því eingöngu fyrsta skrefið.

Við hvetjum sem flesta til að kynna sér þetta á opna gagnasvæðinu okkar

Áfram Ísland!