placeholder image

Plasteiningar

09. maí 2023

Pure North kynnir með stolti þáttöku sína í verkefni stofnað af Verra sem heitir Plastic Program eða Plast Verkefnið. Verra sér um að votta starfsemi og metur hvort aðgerðir í loftslagsmálum og sjálfbærri þróun standist ákveðna staðla. Þau vinna með stjórnvöldum, fyrirtækjum og samfélaginu til þess að hjálpa til við að skapa alþjóðlegar breytingar til þess að stuðla að sjálfbærri framtíð. Plast Verkefnið hefur stranga staðla sem Pure North er að vinna hart að því að uppfylla til þess að öðlast rétt á því að gefa út svokölluð Plastic Credits eða Plasteiningar.

Ein Plasteining jafngildir einu tonni af plastúrgangi sem hefur verið endurunninn og þar með komið í veg fyrir að plastið endi í brennslu eða urðun. Hægt verður síðan að gefa út Plasteiningarnar til annarra aðila, en það mun gera Pure North kleift að vaxa og ná að endurvinna meira plast á Íslandi.

Pure North hefur farið í gegnum úttekt hjá óháðum þriðja aðila í apríl 2023 og er núna á lokastigum í staðfestingar ferlinu hjá Verra. Að því ferli loknu, mun óháður aðili staðfesta og mæla það magn sem hefur nú þegar verið endurunnið síðastliðin tvö ár. Eftir fullt samþykki mun Pure North geta gefið út Plasteiningar og þar með haldið ótrautt áfram í að ná markmiðum sínum að hringrásarhagkerfi á Íslandi.