placeholder image

Samstarf Löður og Pure North

Margrét Rún Einarsdóttir - 20. maí 2022

Nýlega var undirritaður samstarfssamningur milli Löðurs og Pure North um alhliða umhverfisráðgjöf. Löður er leiðandi fyrirtæki á Íslandi í bílaþvotti og stefnir á að bjóða umhverfisvænasta bílaþvott sem völ er á í dag. Pure North mun aðstoða Löður í þessari vegferð og við hlökkum mikið til komandi samstarfs!