placeholder image

Pure North & 66 north í viðtali í hlaðvarpinu "Ekkert rusl"

Arnór Heiðar Sigurðsson - 22. ágúst 2022

"Ekkert rusl" er mjög áhugavert og skemmtilegt hlaðvarp sem fjallar um endurvinnslu, neysluhyggju og öðrum neytendatengdum málum.

Nýlega mættu Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri Pure North og Kristín Guðjónsdóttir, í viðskiptaþróun hjá 66° norður í viðtal í þættinum.

Það var margt áhugavert sem kom fram í þættinum, bæði um þá þróun sem er að eiga sér stað hjá okkur í Pure North, hvaða frábæru hluti 66° eru að gera í að framleiða umhverfisvænni fatnað, og margt fleira.

Við hvetjum sem flesta til að hlusta á þáttinn og gerast áskrifandi í þínu uppáhaldshlaðvarpi.

Ekkert Rusl: Pure North & 66 norður