Umhverfisvænasti brúsi í heimi!

Umhverfisvænasti brúsi í heimi!

07. mars 2025

Pure North framleiðir fyrsta plastbrúsann úr íslensku endurunnu plasti – Markar tímamót í hringrás plastnotkunar á Íslandi

Pure North hefur slegið nýjan tón í sjálfbærri plastframleiðslu á Íslandi með framleiðslu fyrsta plastbrúsans úr endurunnu plasti sem fellur til hér á landi. Þetta markar stórt skref í átt að hringrásarhagkerfi þar sem plastúrgangur er endurnýttur á staðbundinn hátt og fær nýtt líf í stað þess að enda sem úrgangur.

Með þessari nýsköpun stuðlum við að minni plastmengun, drögum úr þörf fyrir innflutt plast og nýtum auðlindir á mun ábyrgari hátt.

Við erum afar stolt af þessum áfanga. Þetta sýnir að hægt er að loka plasthringrásinni innanlands og skapa raunverulegan virðisauka úr því efni sem áður var talið úrgangur og að auki erum við búin að framleiða umhverfisvænasta plastbrúsa í heimi með þeim hringrásarferlum sem vinnum í.

Þetta hefur verið langt ferli þar sem við höfum þróað aðferð til að gera þriggja laga brúsa með ítölsku hátæknifyrirtæki um árabil og þróað sérstakan búnað fyrir framleiðsluna á brúsunum. Þetta er fyrsta skrefið í endavöruframleiðslu hjá Pure North.