
Fimm sveitarfélög taka þátt í verkefni um úrgangsstjórnun
28. des. 2023
Sveitarfélögin Garðabær, Ísafjörður, Rangárþing eystra, Skagafjörður og Suðurnesjabær hafa verið valin til þátttöku í verkefni um kostnað og tekjur sveitarfélaga í úrgangsstjórnun.
Verkefnið er í tveimur áföngum og ráðgert er að hefja verkefnið í janúar 2024. Samband íslenskra sveitarfélaga leiðir verkefnið með aðstoð ráðgjafa en Pure North mun framkvæma stóran hluta verkefnisins sem snýr m.a. að heildstæðri greiningu á skilvirkni, kostnaði og tekjum og gagnsæi í úrgangsstjórnun.