Hringrás í Golfklúbb Þorlákshafnar

Hringrás í Golfklúbb Þorlákshafnar

20. júlí 2025

Við hjá Pure North erum stolt af því að taka þátt í framsæknu og skemmtilegu samstarfi með Golfklúbbi Þorlákshafnar, þar sem matarafgangar fá nýtt líf, sem næringarríkur jarðvegsbætir!

Í þessu verkefni höfum við sett upp litla líf02 jarðgerðarvél sem breytir matarafgöngum, kaffikorg og öðru lífrænu hráefni í áburð á aðeins 24 klukkustundum. Þessi lausn gerir klúbbnum kleift að umbreyta úrgangi sem áður fór í tunnuna, í verðmæta auðlind sem nýtist beint á völlinn.

Jarðvegsbætirinn verður notaður til að fylla í holur og lagfæra skemmdir. Þetta er hringrás í sinni tærustu mynd: úrgangur breytist í verðmæti, og náttúran sjálf nýtur góðs af.

Við þökkum Golfklúbbi Þorlákshafnar fyrir frábært samstarf og hvetjum önnur íþróttafélög, sveitarfélög og fyrirtæki til að skoða hvernig lífrænn úrgangur getur orðið hluti af lausninni – með einföldum, vistvænum aðferðum.

Nú er árangurinn byrjaður að sýna sig í golfklúbbnum! Hlífðardúkur yfir einni af skemmdunum á 11. braut, sem fyllt var upp í síðasta mánuði með sandi, fræi, áburði, vatnsmiðlunarefni og moltu úr matarleifum veitingasölu klúbbsins Á dökkgræna svæðinu voru áður sandholur, sumar nokkuð stórar og djúpar. Þetta virðist lofa góðu og við þökkum þeim sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg!

Sjálfbær framtíð byrjar í moldinni.

MEIRA HÉR UM JARÐGERÐARVÉLAR PURE NORTH