placeholder image

Fáðu greitt fyrir að flokka hjá Pure North

Sigurður Halldórsson - 18. maí 2022

Kópavogur og Reykjanesbær hafa samþykkt að ganga til samninga við Pure North um uppsetningu grenndarstöðva í sveitarfélögunum tveimur þar sem tekið verður á móti endurvinnsluefnum frá heimilum.  Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni sem hefur hlotið nafnið  „Fáðu greitt fyrir að flokka.“ Gert er ráð fyrir að allt að fimm móttökustöðvar verði reistar í september hjá sveitarfélögum og fyrirtækjum og fleiri fylgi í kjölfarið en samningaviðræður standa yfir við fleiri sveitarfélög og fyrirtæki.

Við hjá Pure North erum ótrúlega stolt af þessu verkefni og þeim samstarfsaðilum sem eru að leggja af stað í þessa vegferð með okkur. Okkar sýn er sú að úrgangur er verðmæti, og köllum við hann því í raun hráefni, og með réttri flokkun er hægt að gera þessi hráefni að verðmætum. Við trúum því að virðiskeðja þessara hráefna eigi að ná alla leið frá neytendum til þeirra aðila sem síðan endurnýta/endurvinna efnin og skila þeim aftur út í samfélagið.

Með þróun á ferlum, hugbúnaði og öflugu tengslaneti sjáum við nú tækifæri til að umbylta úrgangsmálum á Íslandi og að íbúar landsins geti stoltir og með góðri samvisku flokkað og skilað sínum hráefnum í gagnsæja farvegi Pure North. Okkar vegferð er rétt að byrja og munum við bjóða upp á þessar lausnir fyrir sveitarfélög jafnt sem fyrirtæki. Áhugasamir geta haft samband við okkur í gegnum [email protected] eða síma 483-5100 fyrir frekari upplýsingar. Áfram Ísland!