placeholder image

Heimsókn til Finnlands

Börkur Smári Kristinsson - 08. apríl 2022

Dagana 29 og 30 mars fór Pure North með í opinbera heimsókn til Finnlands sem hluti af Viðskiptasendinefnd Íslands í telefni af 75 ára stjórnmálasambandi milli þjóðana.

Heimsóknin til Finnlands var stýrt af Íslandsstofu og Utanríkisráðuneytinu og var Þórdís Kolbrún Utanríkisráðherra með í för. Viðskiptanefndin saman stóð af Pure North, HsOrka, Landsvirkjun, Carbon Recycling, Orka Náttúrunnar og Carbfix.

Boðið var í veislu í sendiherrabústað Íslands í Helsinki í tilefni afmælisins og var sendiherra Íslands frú Elín Flyenring meira en til í myndatöku með Sigurði Halldórssyni Forstjóra Pure North. Pure North þakkar fyrir frábæra ferð og greinilegt að Finnar og Íslendingar eiga margt sameiginlegt og vonumst við til að eiga leið til Finnlands aftur í náinni framtíð.