Náðu árangi í úrgangsmálum

Náðu árangi í úrgangsmálum

25. feb. 2025

Í sífellt sjálfbærari heimi skiptir úrgangsstjórnun ekki bara máli fyrir umhverfið heldur einnig fyrir kostnað fyrirtækja og ímynd þeirra. Hjá Pure North bjóðum við upp á virðisaukandi úrgangsráðgjöf sem hjálpar fyrirtækjum að bæta flokkun, minnka kostnað og draga úr umhverfisáhrifum.

Með einstökum hugbúnaði, Úlla, greinum við gögn og veitum skýrar leiðbeiningar um hvernig fyrirtæki geta auðveldað sér reksturinn og bætt sjálfbærni.

Skref fyrir skref: Hvernig fer úttektin fram?

1. Heimsókn og úttekt á staðnum

Sérfræðingar okkar koma á staðinn og skoða aðstöðu, flokkun, ílát og gámaleigu. Þetta veitir okkur skýra mynd af því hvernig fyrirtækið meðhöndlar úrgang og hvar tækifæri til umbóta liggja.

2. Gögn greind með Úlla – okkar einstaka hugbúnaði

Við fáum aðgang að úrgangsgögnum fyrirtækisins og Úlli greinir bæði magn og kostnað út frá reikningum ár aftur í tímann til að fá betri yfirsýn. Þetta veitir fyrirtækinu nákvæmar upplýsingar um sóun, endurvinnsluhlutfall og kostnaðartækifæri.

3. Skýr greining og tillögur um úrbætur

Sjálfbærnisérfræðingar okkar bera saman gögn og úttekt, útbúa skýrslu með helstu niðurstöðum og beinum leiðum til úrbóta.

Aukið gagnsæi með vöktun og ársskýrslum

Eftir úttekt fá fyrirtæki aðgang að Úlla og fara í áframhaldandi VÖKTUN:
- Fylgst með framförum í flokkun og kostnaði
- Borið saman árangur á milli staðsetninga, deilda og á milli tímabila
- Sýnt ábyrgð í ársskýrslum, markaðssetningu og innra starfi

Það er ekki bara gott fyrir bókhaldið – heldur eykur þetta einnig samkeppnisforskot og styrkir ímynd fyrirtækisins sem sjálfbær rekstraraðili.

Dæmi um árangur: Samkaup minnkaði blandaðan úrgang um 40%

Eitt af fyrirtækjunum sem hefur nýtt sér úttekt Pure North er Samkaup, sem minnkaði blandaðan úrgang um 40% á einu ári með hjálp Pure North.

Hvernig tókst þeim það?
🔹 Með úrgangsúttekt hjá Pure North
🔹 Með vöktun í Úlla
🔹 Með bættri úrgangsmeðhöndlun
🔹 Með meiri þekkingu og betri flokkun
🔹 Með hvatakerfum fyrir starfsfólk
🔹 Með nýjum þjónustuaðilum og betri samningum

Hvernig getur þitt fyrirtæki minnkað úrgang og sparað kostnað?

Ef þú vilt fá betri innsýn í hvernig fyrirtæki þitt getur minnkað úrgang, aukið flokkun og sparað kostnað, hafðu samband við okkur á [email protected] og bókaðu með okkur kynningarfund!

Saman getum við gert rekstur þinn hagkvæmari og umhverfisvænni!