placeholder image

Heyrúlluplast

Vörunúmer: UMBHEY

Pure North greiðir þér fyrir hvert kíló af bögguðu heyrúlluplasti!

Lágmarksmagn er 500 kg af bögguðu heyrúlluplasti. Ef um er að ræða minna magn, bjóða sum sveitarfélög upp á að heyrúlluplastinu sé skilað til okkar í gegnum miðlæga móttöku þeirra.

Upphæð

Í grunninn greiðum við 10-15 kr per kg af bögguðu heyrúlluplasti. En hreinleiki og frágangur hefur áhrif á verðið.

Ofan á þetta leggst síðan flutningsjöfnun frá 0 - 20 kr/kg sem er mismunandi eftir póstnúmeri.

Frágangur til móttöku

Til að ganga rétt frá heyrúlluplasti til skila skaltu ganga úr skugga um að plastið innihaldi sem minnst af vatni og óhreinindum. Góð leið til þess er að bagga plastið og pressa.

Skil

Þegar þú ert til í að koma með plastið til okkar, skaltu fylla inn endurvinnslubeiðni hér efst á síðunni og við munum fara yfir og láta þig vita hvenær þú getur komið með plastið til okkar

Hafðu samband fyrir verð