Móttaka á heyrúlluplasti

Endurvinnsla fyrir bændur og landbúnað

null

Hvað þarf að gera?

Til að koma með heyrúlluplast til Pure North í Hveragerði eru 3 hlutir sem þarf að gera:

  1. Ganga úr skugga um að frágangur heyrúlluplastsins uppfylli grunn kröfur varðandi móttöku
  2. Fylla út endurvinnslubeiðni hér á vefnum
  3. Bíða eftir staðfestingu og koma með efnið til okkar

Frágangur heyrúlluplasts

Heyrúlluplast má koma til Pure North baggað líkt og sýnt er á myndunum hér fyrir neðan. Það má einnig koma til okkar í bamba líkt og sést á myndinni fyrir neðan hægra megin. Efnið skal reyna að halda eins hreinu og hægt er og ekki blanda neinu öðru plasti saman við það.

Reiknivél

Reiknaðu út hvað þú færð greitt fyrir þitt heyrúlluplast mv. hvaðan þú kemur á landinu.

Hér geturðu fyllt inn í eyðublaðið til að fá útreikning á hve mikið þú getur fengið greitt fyrir þitt hráefni