placeholder image

Þrír nýir sérfræðingar til liðs við Pure North

Arnór Heiðar Sigurðsson - 26. feb. 2022

Við eflum nú ráðgjafadeild félagsins til muna ásamt því að leggja áherslu á nýjar hátæknilausnir sem munu nýtast neytendum, fyrirtækjum og opinberum aðilum í átt að bættri hringrás endurvinnanlegra hráefna hér á landi.

Það eru þau Margret Einarsdottir sérfræðingur í úrgangsstjórnun, Arnór Heiðar Sigurðsson tæknistjóri og Karl Edvaldsson, sérfræðingur í umhverfismálum og innleiðingu hringrásarhagkerfis.

Margrét Rún Einarsdóttir

Margrét Rún tekur við starfi hjá Pure North sem verkefnastjóri auðlindanýtingar og úrgangsstjórnunar, með höfuðáherslu á úrgangsminnkun og úrgangsráðgjöf fyrir minni og stærri fyrirtæki. Margrét starfaði s.l. 7 ár hjá einu virtasta úrgangsstjórnunar fyrirtæki Skandinavíu, Ragn Sells. Hún hefur m.a. stýrt úrgagnsstjórnun hjá mörgum af stærstu fyrirtækjum Noregs. Í þeim hröðu breytingum sem nú eiga sér stað á úrgangsmálum mun alþjóðleg þekking og reynsla Margrétar gefa innlendum fyrirtækjum kost á að skipa sér í fremstu röð þegar kemur að innleiðingu nýrra lausna.

Arnór Heiðar Sigurðsson

Arnór Heiðar hefur yfir 20 ára reynslu úr hugbúnaðargerð, bæði vef, app og bakendaforritun. Arnór starfaði áður sem tæknistjóri Júní. Arnór mun stýra teymi í hönnun og þróun nýrra hátækni lausna sem snúa að bættri úrgangsmeðhöndlun og flokkun endurvinnalegra hráefna. Ástríða Arnórs liggur í góðri notendaupplifun í bland við góðar tæknilausnir.

Karl Eðvaldson

Karl Eðvaldson er sérhæfður í aðferðarfræði hringrásar hagkerfisins og úrgangsstjórnun frá Danska Tækniháskólanum. Karl hefur undanfarin ár starfað sem forstjóri umhverfisverkfræðistofunar ReSource International. Karl mun leiða vinnu Pure North á sviði hringrásarhagkerfisins með áherslu á innleiðingu nýrra tæknilausna fyrir sveitarfélög og opinbera aðila. Karl hefur víðtæka starfsreynslu í úrgangsstjórnun og umhverfismálum almennt m.a. sem gatnamálastjóri hjá Kópavogsbæ þar sem eitt af verkefnunum var að sjá um úrgangsmál fyrir sveitarfélagið.

Að sögn Sigurðar Halldórssonar framkvæmdastjóra Pure North eru þessar ráðningar merki um stefnu fyrirtækisins í að vera leiðandi fyrirtæki á úrgangs og umhverfismarkaði. „Það eru virkilega spennandi tímar framundan og einstakt tækifæri að fá þau bestu í bransanum til liðs við okkur til að móta sýn og lausnir til framtíðar“ segir Sigurður.