Pure North hlýtur Vaxtarsprotann
17. nóv. 2020
Pure North Recycling hefur verið valið Vaxtarsproti ársins 2019 úr hópi minni fyrirtækja. Viðurkenningin er veitt fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins, tók við viðurkenningunni í morgun af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Háskólans í Reykjavík, Samtaka sprotafyrirtækja og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.