Leiðbeiningar

fyrir flokkun umbúða í Pure North appinu

Það eru fjölmargar vörur sem ekki eru nú þegar flokkaðar í Pure North appinu, en sem betur fer getur þú hjálpað okkur að bæta úr því. Allir geta skráð umbúðaupplýsingar um vörur og hér eru smá leiðbeiningar fyrir því hvað ber að hafa í huga og hvernig bera sig skal að.

Þessar leiðbeiningar geta einnig verið heppilegar fyrir þá sem vilja flokka betur heima hjá sér án þess að nýta sér Pure North appið.

Samsetning

Vöruumbúðir eru mjög oft samsettar úr mörgum efnisgerðum. Stundum plast og pappi saman, oft mismunandi gerðir af plapsti osfrv. Við viljum að allir partar af vörum geti á endanum eignast sinn eigin úrgangsstraum og því viljum við að fólk flokki vörurnar þannig að td. lok úr plasti sé skráð sem plast, á meðan dallur eða pakkning að öðru leiti er td. úr pappír osfrv.

Þegar við tölum um samsetningar þá erum við oftast ekki að tala um ef eitthvað er límt eða samloðið saman. Þannig að ef það er filmuhúð utan um pappír þá er það ekki samsetning, heldur í raun skal það flokkast sem plast eða pappír eftir því sem virðist vera megin efnið í umbúðunum.

Að bera kennsl á plasttegund

Oftast er það plast sem notað er í umbúðum merkt með innfelldu merki með þríhyrning og tölu í miðjunni. Þessi tala segir til um hvers kyns plast er að ræða. Ef ekki er slíkur þríhyrningur á plastinu sjálfu og það er ekki merkt á merkimiða má gera ráð fyrir að um sé að ræða plastflokk númer 7 - sem er í raun bara "annað plast" og það er óendurvinnanlegt en flokkast samt sem plast.

Ef maður er ekki viss með tegund plasts þá er einnig hægt að merkja plastið sem "veit ekki" - og það getur gefið framleiðendum og/eða öðrum notendum sem hafa nánari þekkingu á plastinu tækifæri á að bæta úr merkingunni.

Aðgreining plasts og pappírs

Oft á tíðum eru umbúðir þannig úr garði gerðar að erfitt getur reynst að átta sig á því hvort þær eru gerðar úr plasti eða pappír þegar um mikið húðaðan pappír að ræða eða skringileg gerð plasts. Þumalputtareglan sem við notum er að ef hæg ter að rífa umbúðirnar í sundur þannig að þær rifni eins og pappi, þá skuli það flokkast sem pappi. Ef það teygjist hinsvegar eða rifnar ekki eins og um plast sé að ræða, þá flokkast það sem plast.

Það sama á við um pappír sem er með glansani ályfirborði - það getur verið freystandi að flokka sem ál, sérstaklega ef hann minnir á álpappír, en það er nánast alltaf óendurvinnanlegt sem ál, og því skal flokka það sem pappír.

Þetta er ekki algild regla en ágæt þumalputtaregla sem hjálpar manni í óvissu.

Bylgjupappi

Bylgjuppapi er bókstaflega pappír með bylgjum í eins og klassísku pappakassarnir sem við þekkjum. Auðvitað ef oft samskonar pappír eða alveg 100% eins pappír notaður í umbúðum, en er tæknilega séð ekki með eiginlegum bylgjum, en þá er því miður ekki hægt að flokka og vinna með það sem bylgupappa. Það hefur í raun eingöngu með verðgildi og endurvinnsluaðferðir þar sem pappírinn er unninn að gera.

Í hinum fullkomna heimi myndu þessir endurvinnsluaðilar vita að um er að ræða eins pappír og geta því alveg eins endurunnið hann, en kerfið eins og það er sett upp í dag virkar ekki þannig - sem þýðir að þó þú vitir að eitthvað væri hægt að endurvinna á sama hátt og bylgjuppapi, þá endar það ekki þannig - þar að auki ef þú setur slíkan pappír með í bylgjupappa getur það orðið til þess að sá farmur af bylgjupappa er ekki samþykktur af endurvinnsluaðilanum og þá kemur þú í raun í veg fyrir að sá bylgjuppapi sem er með bylgjum verði endurunninn.

Tetrapak - fernur, djúsbox ofl

Mjólkurfernur, jógúrfernur, djúsbox osfrv, er gjarnan úr marglaga plast + pappírsblöndu (og oft á tíðum einnig ál) sem maður aðgreinir ekki á einfaldan máta. Það eru til sérstakar endurvinnslur með slíkar umbúðir og þó Sorpa og fleiri aðilar safni þeim með pappír, þá viljum við samt halda þeim skráðum sem Tetrapak.

Óvissa?

Ef það er eitthvað sem þú ert í vandræðum með að skrá eða flokka, hefðum við gaman af því að heyra þú mættir gjarnan láta okkur vita með því að senda póst á [email protected] eða fylla út formið hérna