Appið er í þróun
Fylltu út
Spurt og svarað
Til hvers er þetta app?
Appið hjálpar þér að finna út úr því hvernig þú endurvinnur umbúðir af mætvælum og vörum. Þú skannar barmerki varanna og appið segir þér úr hverju umbúðirnar eru - brotið niður á hvern part af vörunni
Hvaðan koma upplýsingarnar?
Upplýsingarnar í appinu koma frá notendum eins og þér. Ef varan er ekki til á skrá biðjum við þig að hjálpa öðrum með því að láta vita úr hverju varan er.
Varan sem ég var að leita að finnst ekki og ég ætlaði að skrá hana, en ég veit ekki úr hverju umbúðirnar eru.
Ah, það getur einmitt verið dálítið erfitt í mörgum tilfellum. Sérstaklega með mismunandi gerðir plasts. Ef það er ekki þríhyrningur með tölu inn í djúpmerkt á plastið, þá má gera ráð fyrir að það plast sé í flokki 7, sem er flokkur fyrir plastblöndur og annað óendurvinnanlegt plast.
Af hverju er Pure North að gera þetta app?
Okkar markmið er að opna móttökustöðvar fljótlega þar sem þú getur nýtt þér upplýsingarnar sem eru í appinu til að flokka mun betur og nákvæmar en hægt er að gera á hefðbundnum endurvinnslustöðum, því þú flokkar í fleiri flokka og þar af leiðandi heldur efnið meira af sínu virði án þess að þurfa sérstaka meðhöndlun.
Þegar ég reyni að sækja appið þá fæ ég "app not available"
Appið er eingöngu í boði á íslandi eins og er. Þannig að ef þú ert með apple store accountinn þinn stilltan á UK, USA, DK osfrv þá munt þú ekki getað séð né sótt appið í app store.