Fyrirtækið

Pure North Recycling endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er jarðvarminn þar í aðalhlutverki. Í dag er Pure North Recycling eina fyrirtækið á Íslandi sem endurvinnur plast að fullu. Í endurvinnslunni er óhreinum plastúrgangi breytt í plastpallettur sem seldar eru til framleiðslu á nýjum plastvörum hér á landi og erlendis. Plastmengun er alvarlegt umhverfisvandamál af mannavöldum sem fer sívaxandi. Mikilvægt að er hver þjóð verði sjálfbær með sínu hringrásarhagkerf og endurvinni sitt plast. Markmið endurvinnslunnar er að plast verði aftur að plasti og að fullvinnslan skilji eftir sig sem minnst eða ekkert kolefnisspor en engin kemísk efni eru notuð við vinnsluna. Vinnsluaðferð Pure North Recycling er einstök á heimsvísu, umhverfisvæn og byggir á íslensku hugviti .

>LESA MEIRA

Verkefnið

Plastmengun er farin að hafa áhrif á vistkerfið í heild og ekki síst vistkerfi hafsins. Íslendingar eiga mikið undir í sjávarútvegi og ferðaþjónustu með ósnortna náttúru í forgrunni og nú ógnar þessi þróun afkomu okkar og velferð. Starfsemi Pure North fellur vel að aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum sem og aðgerðaráætlun í málefnum plasts. Plast á að verða aftur plast og fyrir hvert tonn sem endurunnið er að plasti sparast 1,8 tonn af olíu. Í lífferlisgreiningu sem unnin var fyrir Pure North Recycling er gerður samanburður á vinnsluaðferðum Pure North Recycling við endurvinnslu annars staðar í Evrópu og í Asíu. Í þeim niðurstöðum kemur fram að lægstu umhverfisáhrifin eru á enduvinnslu Pure North Recycling á Íslandi. Umhverfisáhrifin eru lægst í 13 af 14 áhrifaflokkum sem mæld eru er kemur að umhverfisáhrifum. Samkvæmt þessum niðurstöðum hefur orðið koltvíoxíðssparnaður af vinnslu Pure North Recycling upp á 1.52 tonn CO2 eq á hvert tonn af plasti.

>LESA MEIRA

"If you are not buying recycled products, you are not really recycling."
~ Ed Begley Jr.

Nýjar Fréttir

Sigurður kemur í Bítið að ræða Pure North

Sigurður Halldórsson ræddi við um Pure North í Bítuni í dag …
Lestu meira

Anna­sam­ur dag­ur hjá Um­hverf­is­hetj­unni

Frétt frá mbl.is: Und­an­farna daga hef­ur Um­hverf­is­hetj­an vakið at­hygli í þjóðfé­lag­inu. Í dag var hún að störf­um í Skeif­unni þar …
Lestu meira

UK’s plastics recycling industry accused of fraud

Frétt frá RT: The Environment Agency (EA) is investigating suspected widespread abuse and fraud within Britain’s plastics recycling industry. It …
Lestu meira

Stór hluti plasts í fjörum landsins íslenskt

Vísbending er um að mikill hluti af því plasti sem finnst í fjörum landsins sé úrgangur sem orðið hefur til …
Lestu meira

Áætla að örplast sé í 90 prósentum borðsalts

Frétt frá RÚV: Ætla má að örplast sé að finna í allt að 90 prósentum matarsalts sem selt er í …
Lestu meira
is_ISIcelandic
en_GBEnglish is_ISIcelandic