Lífræna byltingin!
Jarðgerðarvélar sem breyta lífrænum úrgangi í lífrænan áburð á 24 klst
Með aðstoð örvera og hita er lífrænum úrgangi breytt í næringarríkan lífrænan áburð á skömmum tíma. Lausn sem hentar öllum, heimilum, skrifstofum, mötuneytum og sveitarfélögum.
Helstu kostir þessara véla eru
- 90% rúmmálsminnkun
- Aukið hreinlæti og minni lykt
- Öruggur lífrænn áburður á 24 klst
Nánari upplýsingar
Ef þú hefur áhuga á að vita meira eða fá upplýsingar um verð og rekstrarfyrirkomulag, hafðu þá samband!
Vélar til rekstrarleigu
Líf 30
Líf 10
Líf 50
Líf 02
Fleiri útfærslur
Auk þeirra véla sem birtar eru hér erum við einnig með stærri vélar fyrir enn frekara magn úrgangs. Hafðu samband fyrir nánari upplýsingar
Spurt og svarað
Hvernig virka þessar vélar?
Með aðstoð örvera og hita er lífrænum úrgangi breytt í næringarríkan lífrænan áburð á skemmri tíma en áður hefur þekkst. Við lok ferlisins fer sótthreinsun á áburðinum fram þegar hitastig nær 70°C í nokkrar klukkustundir sem tryggir örugga notkun áburðarins að loknu jarðgerðarferli. Lausn sem hentar öllum, heimilum, skrifstofum, mötuneytum og sveitarfélögum.
Hvað má fara í vélarnar?
Flest allar matarleifar og lífrænn úrgangur getur farið í vélarnar. Td. kjöt, fiskur, mjólkurvörur, bjór, ávextir, grænmeti, brauð og kökur, grjón, eggjaskurn, smá bein, rækjuskeljar, ofl
Hinsvegar eru það ákveðnir hlutir sem jarðgerast ekki, td. matarolía, maíspokar, stór kjötbein.
Er moltan sem verður til góð til gróðurræktar?
Moltan úr jarðgerðinni inniheldur mikilvæg næringarefni s.s. köfnunarefni (N), fosfór (P) og kalíum (K) sem spila lykilhlutverk í vexti plantna og jurta og geta komið í veg fyrir notkun á innfluttum áburði.