Frágangur á efni til móttöku í Hveragerði
Frá fyrirtækjum, bændum og iðnaði
Það er mikilvægt að því efni sem er skilað til okkar sé vel frágengið og úr hreinum straumum.
Endurvinnslan okkar í Hveragerði er ekki flokkunarstöð og getur í raun eingöngu tekið við hreinu efni þar sem efnið er tiltölulega einsleitt.
Heyrúlluplast
Til að ganga rétt frá heyrúlluplasti til skila skaltu ganga úr skugga um að plastið innihaldi sem minnst af vatni og óhreinindum. Góð leið til þess er að bagga plastið og pressa.
Vinsæl aðferð er td. að setja bönd ofan í fiskikar, koma plastinu fyrir og þjappa síðan með því að leggja heyrúllu ofan á.
Skil
Þegar þú kemur með plast til okkar eftir að það er orðið rétt frágengið, skaltu fylla inn endurvinnslubeiðni hér efst á síðunni og við munum fara yfir og láta þig vita hvenær þú getur komið með plastið til okkar