Pure North Recycling hefur verið valið Vaxtarsproti ársins 2019 úr hópi minni fyrirtækja. Viðurkenningin er veitt fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Sigurður Halldórsson, stofnandi og framkvæmdastjóri félagsins, tók við viðurkenningunni í morgun af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vaxtarsprotinn er samstarfsverkefni Samtaka iðnaðarins, Háskólans í Reykjavík, Samtaka sprotafyrirtækja og Rannsóknarmiðstöðvar Íslands.