Anna­sam­ur dag­ur hjá Um­hverf­is­hetj­unni

Frétt frá mbl.is:

Und­an­farna daga hef­ur Um­hverf­is­hetj­an vakið at­hygli í þjóðfé­lag­inu. Í dag var hún að störf­um í Skeif­unni þar sem verk­efn­in voru mörg. Hetj­an sem er enn sem komið er nafn­laus losaði um niður­föll, lag­færði hellu­lagn­ir og plokkaði rusl og veitti mbl.is sjón­varps­viðtal í leiðinni.

Skila­boð hetj­unn­ar eru ein­föld: „All­ir geta verið um­hverf­is­hetj­ur!“.

Í mynd­skeiðinu má sjá hetj­una að störf­um og um leið sjá hversu mikið hver og einn get­ur lagt af mörk­um til að gera nærum­hverfið betra.

Uppá­tæki hetj­unn­ar hafa aug­ljós­lega vakið at­hygli. „Thank you super­hero!“ heyrðist hrópað úr bif­reið sem ekið var fram­hjá hetj­unni þar sem hún gekk um Skeif­una í leit að næsta verk­efni.

En hetj­an sæk­ist ekki eft­ir at­hygli ein­ung­is at­hygl­inn­ar vegna. „Það er vald­efl­andi að láta gott af sér leiða,“ sagði hún eft­ir að hafa lag­fært hellu­lögn sem geng­in var úr skorðum á einni gang­stétt­inni, vit­andi það að í framtíðinni þegar leið henn­ar ligg­ur um Skeif­una mun hún alltaf minn­ast þess þegar Um­hverf­is­hetj­an lagaði hellu­lögn­ina.

is_ISIcelandic
en_GBEnglish is_ISIcelandic